Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hótel Berg með hæstu einkunn
Sunnudagur 17. mars 2013 kl. 12:07

Hótel Berg með hæstu einkunn

,,Við erum alveg í skýjunum með þetta og höfum ekkert tilefni til annars en að vera bjartsýn á framhaldið” segir Ólöf Elíasdóttir einn gestgjafa á Hótel Bergi í Keflavík, en hótelið er með hæstu einkunn á hinum vinsælu bókunarsíðum booking.com og Trip advisor.

Þessar einkunnir eru til komnar af umsögnum hótelgesta og eru þessar netsíður taldar með þeim áreiðanlegustu og mikið notaðar af ferðamönnum víða um heim við leit og kaup á gistingu. Á vef “booking.com” er Hótel Berg með einkunnina 9,5 eftir tæpar 600 umsagnir og á Trip Advisor fær hótelið fullt hús stiga og er stillt upp sem besti valkostur á svæðinu. Að sögn Ólafar geta gestirnir verið mjög óvægnir og smámunasamir í dómum sínum á þessum síðum og því sé þetta frábær árangur eftir aðeins tæplega tveggja ára rekstur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Nokkuð hefur verið um það að erlendir gestir hafi pantað eina nótt hjá okkur áður en flogið er heim, orðið alveg heillaðir af hótelinu og umhverfinu og gjarnan viljað vera lengur. Það segir okkur að það eru miklir möguleikar í ferðaþjónustu hér á svæðinu og undirstrikar nauðsyn þess að fólkið hérna taki höndum saman við að efla þessa grein,“ segir Ólöf. Hún segir horfurnar vera mjög góðar fyrir sumarið en einnig sé búið að vera fullt að gera í vetur og þau hafi jafnvel þurft að vísa fólki frá. Það kveði við nýjan tón að finna svona mikinn áhuga fólks á þessu svæði og jákvæð teikn um að framundan séu spennandi tímar hér á svæðinu með aukinni aðsókn ferðamanna.