Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hótaði lögreglumanni lífláti í fangaklefa
Laugardagur 30. september 2017 kl. 16:32

Hótaði lögreglumanni lífláti í fangaklefa

Lögreglan á Suðurnesjum handtók sama ökumann tvisvar í vikunni þar sem hann var grunaður um fíkniefnaakstur og fleiri brot. Hann er jafnframt grunaður um að hafa hótað lögreglumanni lífláti í fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík.

Í fyrra skiptið sem lögregla hafði afskipti af manninum hafði hann ekið aftan á bifreið og stungið síðan af. Hann var undir greinilegum áhrifum fíkniefna þegar hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Við leit á honum fundust kannabisefni.

Í síðara skiptið var hann handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum kannabisefna.
Þá voru níu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, skráninganúmer fjarlægð af þremur bifreiðum vegna vanrækslu á tryggingagreiðslum eða skoðun og loks voru tveir sem óku á nagladekkjum stöðvaðir og sektaðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024