Hóta að halda eftir launum slökkviliðsmanna
Megn óánægja er meðal slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli með framkomu starfsmannahalds Varnarliðsins. Þetta segir háttsettur slökkviliðsmaður sem ræddi við Víkurfréttir. Heimildarmaðurinn sagði að enn hafi reynt á þolrif slökkviliðsmanna þegar tilkynning frá starfsmannahaldinu var hengd upp á slökkviliðsstöðinni í síðustu viku. Þar var tekið var fram að launum þeirra starfsmanna sem hafði verið sagt upp yrði haldið eftir ef þeir skila aðgöngupassanum sínum ekki á réttum tíma. „Þetta sýnir það bara að þeir sem sjá um þessi mál eru löngu hættir að líta á starfsmennina á vellinum sem fólk,“ sagði viðmælandinn.
Í tilkynningunni segir orðrétt um nafngreindan slökkviliðsmann: „In order for him to receive his final pay he needs to turn in his base pass and other passes/keys. [...] We have new rules and we will not hesitate to hold the final pay until the passes [passar þeirra starfsmanna sem hefur verið sagt upp] have been turned in - no exceptions.“
Í svari upplýsingafulltrúa Varnaliðsins við fyrirspurn Víkurfrétta kemur fram að þar sem varnarsvæðið sé öryggissvæði með takmörkuðum aðgangi beri starfsmönnum sem ljúka störfum að skila aðgangspassa til vinnuveitenda enda sé það liður í formlegum starfslokum. „Bregðist starfsmaður þeirri skyldu sinni á atvinnurekandi á Keflavíkurflugvelli ekki annars úrkosta en að fresta lokauppgjöri þar til bætt hefur verið úr.“
Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðsmanna og sjúkraflutningamanna, sagði í samtali við Víkurfréttir að sambandið muni ekki sætta sig við þessar aðgerðir. „Þeir hafa engan rétt á að halda eftir einhverju sem þeir eiga ekki. Ef laun verða ekki greidd fara þau bara í innheimtu. Það er svo einfalt.“
Slæmt ástand hefur myndast meðal starfsfólks á vellinum í óvissuástandi síðustu mánaða. Bæði hvað varðar einhliða uppsagnir Varnarliðsins á einstökum liðum kjarasamninga og eins segir heimildamaðurinn að vinnubrögð við uppsagnir starfsfólks væru einkennilegar svo ekki sé meira sagt. Þar væri ekki farið eftir reynslu, menntun eða hæfni og hefur það haft mikil og neikvæð áhrif á vinnuandann. „Það er alveg grafalvarlegt hvernig komið er fram við starfsfólkið á vellinum. það skilar sér í því að móralinn á vinnustaðnum er alveg búinn. Áður var þetta þannig að menn lögðu sig alla fram af ánægju við að sinna sínu starfi vel, en nú eru menn hræddir um sig og sína afkomu.“
Í tilkynningunni segir orðrétt um nafngreindan slökkviliðsmann: „In order for him to receive his final pay he needs to turn in his base pass and other passes/keys. [...] We have new rules and we will not hesitate to hold the final pay until the passes [passar þeirra starfsmanna sem hefur verið sagt upp] have been turned in - no exceptions.“
Í svari upplýsingafulltrúa Varnaliðsins við fyrirspurn Víkurfrétta kemur fram að þar sem varnarsvæðið sé öryggissvæði með takmörkuðum aðgangi beri starfsmönnum sem ljúka störfum að skila aðgangspassa til vinnuveitenda enda sé það liður í formlegum starfslokum. „Bregðist starfsmaður þeirri skyldu sinni á atvinnurekandi á Keflavíkurflugvelli ekki annars úrkosta en að fresta lokauppgjöri þar til bætt hefur verið úr.“
Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðsmanna og sjúkraflutningamanna, sagði í samtali við Víkurfréttir að sambandið muni ekki sætta sig við þessar aðgerðir. „Þeir hafa engan rétt á að halda eftir einhverju sem þeir eiga ekki. Ef laun verða ekki greidd fara þau bara í innheimtu. Það er svo einfalt.“
Slæmt ástand hefur myndast meðal starfsfólks á vellinum í óvissuástandi síðustu mánaða. Bæði hvað varðar einhliða uppsagnir Varnarliðsins á einstökum liðum kjarasamninga og eins segir heimildamaðurinn að vinnubrögð við uppsagnir starfsfólks væru einkennilegar svo ekki sé meira sagt. Þar væri ekki farið eftir reynslu, menntun eða hæfni og hefur það haft mikil og neikvæð áhrif á vinnuandann. „Það er alveg grafalvarlegt hvernig komið er fram við starfsfólkið á vellinum. það skilar sér í því að móralinn á vinnustaðnum er alveg búinn. Áður var þetta þannig að menn lögðu sig alla fram af ánægju við að sinna sínu starfi vel, en nú eru menn hræddir um sig og sína afkomu.“