Hornsteinn lagður að Vörðunni
Hornsteinn var lagður að miðbæjarhúsinu í Sandgerði sem hefur hlotið nafnið Varðan. Það voru tveir aðilar sem áttu hugmyndina en hvorugir vildu láta nafngreina sig. Báðir vildu þeir að peningaverðlaunin rynnu til Björgunarsveitarinnar Sigurvonar.
Varðan er staðsett í miðbæ Sandgerðis og verður miðstöð stjórnsýslunnar. Þar verður jafnframt rekið bókasafn, þjónusturými og miðlægt eldhús.
Nafnið á sérstaklega vel við þessa byggingu þar sem hún leiðir fólk inn í bæinn. Þá vísar það einnig til stöðuleika Sandgerðis sem bæjarfélags í örri þróun.
Stefnt er að húsið verði tilbúið þann 3. desember næst komandi.
VF-mynd Margrét
Varðan er staðsett í miðbæ Sandgerðis og verður miðstöð stjórnsýslunnar. Þar verður jafnframt rekið bókasafn, þjónusturými og miðlægt eldhús.
Nafnið á sérstaklega vel við þessa byggingu þar sem hún leiðir fólk inn í bæinn. Þá vísar það einnig til stöðuleika Sandgerðis sem bæjarfélags í örri þróun.
Stefnt er að húsið verði tilbúið þann 3. desember næst komandi.
VF-mynd Margrét