Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hópur ökumanna hefur hvorki skilning né þroska til að meta afleiðingar háskaaksturs
Föstudagur 29. september 2006 kl. 16:25

Hópur ökumanna hefur hvorki skilning né þroska til að meta afleiðingar háskaaksturs

Umferðarráð hefur sent  frá sér yfirlýsingu þar sem það lýsir þungum áhyggjum vegna síendurtekinna frétta af miklum hraðakstri, bæði í þéttbýli og á þjóðvegum. Ráðið segir það hvetja til enn róttækari aðgerða gegn hraðakstri og öðrum alvarlegum umferðarlagabrotum, m.a. stórhertra viðurlaga.
,,Í umfjöllun fjölmiðla heyrist hugtakið ofsaakstur æ oftar notað um þessi mál. Ljóst er að nokkur hópur bílstjóra og bifhjólamanna skellir skollaeyrum við hverskonar viðvörunum og sýna þessir ökumenn með hegðun sinni að þeir virðast ekki hafa skilning á, né þroska til að meta, hvaða afleiðingar slíkur háskaakstur getur haft í för með sér, bæði fyrir þá sjálfa og samferðamenn. Að mati Umferðarráðs er þetta vítaverð framkoma og ófyrirgefanleg eigingirni, sem full ástæða er til að bregðast við af alefli," segir í yfirlýsingunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024