Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hópsskóli: Maggý Hrönn ráðin skólastjóri
Föstudagur 24. apríl 2009 kl. 08:38

Hópsskóli: Maggý Hrönn ráðin skólastjóri


Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkti að ráða Maggý Hrönn Hermannsdóttur í starf skólastjóra við nýjan grunnskóla í Grindavík og tekur hún við starfinu 1. ágúst næstkomandi. Þetta var samþykkt með atkvæðum meirihlutans.

Talsverð átök hafa verið í bæjarstjórn vegna ráðningar nýs skólastjóra. Fyrir skemmstu mátt litlu muna að meirahlutasamstarfið spryngi vegna málsins.

Fulltrúi F-lista lagði til að Garðar Páll Vignisson yrði ráðinn skólastjóri. Fullrúar D-lista lögðu til að staða skólastjóra Hópsskóla yrði auglýst aftur þar sem ráða á í stöðuna frá 1. ágúst sem er breyting á auglýsingu. Tillagan var felld með 4 atkvæðum, gegn 3 atkvæðum minnihluta.

Maggý Hrönn Hermannsdóttir hefur verið deildarstjóri yngri deildar Öskjuhlíðarskóla undanfarin átta ár og er að ljúka viðbótarmenntun í stjórnun, segir á bæjarvefnum www.grindavik.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024