Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hópsnes GK með 10 tonn
Mánudagur 14. febrúar 2005 kl. 10:58

Hópsnes GK með 10 tonn

Hópsnes GK 77 fékk 10 tonn á 36 bjóð í gær og voru bátsverjar að vonum ánægðir við löndun í gærkvöldi.  Tíðarfarið hefur verið mönnum erfitt til sjósóknar það sem af er árinu og er því svona róður kærkominn til að lífga upp á tilveruna.  Örn Rafnsson skipstjóri sagði að veiðin væri heldur að glæðast og er bjartsýnn á að þetta verði góð vertíð.  Örn bjóst við að komast í annan róður í dag en útlit er fyrir að bræla verði það sem eftir lifir vikunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024