Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hópslagsmál milli Íslendinga og varnarliðsmanna
Laugardagur 21. janúar 2006 kl. 12:03

Hópslagsmál milli Íslendinga og varnarliðsmanna

Hópslagsmál brutust út fyrir utan skemmtistaðinn Casínó í nótt. Þar höfðu lögreglumenn afskipti af sjö mönnum. Einn þeirra var hugsanlega nefbrotinn og annar rifbeinsbrotinn. Þessum mönnum var ekið að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Samkvæmt upplýsingum sem lögreglumenn fengu á vettvangi og eru tíundaðar í dagbók lögreglu, höfðu þeir lent í slagsmálum við varnaliðsmenn af Keflavíkurflugvelli. Þeir voru hinsvegar á bak og burt er lögreglumenn komu á staðinn.   

Þá hafði lögregla afskipti af manni sem sparkaði í bifreið fyrir utan Heilbrigðisstofnun Suðurnesja svo sá á bifreiðinni. Vitni sá til mannsins og gat vísað lögreglu á hann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024