Hópslagsmál í Reykjanesbæ í nótt
Mikil hópslagsmál brutust út í nótt á bar í miðbæ Reykjanesbæjar. Þurfti lögreglan á Suðurnesjum að senda allt tiltækt lið sitt á fjórum lögreglubílum á staðinn til að stilla til friðar. Visir.is greinir frá þessu.
Hátt í fjörutíu manns voru á barnum er slagsmálin brutust út. Einn af gestunum þurfti að fara á slysadeild eftir slagsmálin en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg.