Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hópslagsmál fyrir utan Casino
Mánudagur 25. ágúst 2003 kl. 11:45

Hópslagsmál fyrir utan Casino

Töluverður erill var hjá Lögreglunni í Keflavík aðfararnótt sunnudags en meðal annars var tilkynnt um hópslagsmál fyrir utan skemmtistaðinn Casino í Keflavík. Tveir menn hófu slagsmálin og þurfti að færa annan þeirra til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann hafði hlotið skurð á augabrún. Á sunnudagsmorgun óskaði leigubifreiðastjóri eftir aðstoð lögreglu þar sem fareþegi í bíl hans hafði farið úr bílnum án þessa að greiða ökugjaldið sem var rúmlega 10 þúsund krónur.
Um kvöldmatarleytið á sunnudag var tilkynnt um eld í húsi í Njarðvík, en útleiðsla hafði orðið í rafmagnsleyðslu að eldavél. Húsráðendur voru búnir að slökkva eldinn þegar slökkvilið og lögregla komu á staðinn. Rétt eftir klukkan níu á laugardagskvöld var tilkynnt um bílveltu á Reykjanesbraut við Vogastapa. Ökumaðurinn sem var einn í bifreiðinni missti stjórn á bílnum er hann ætlaði að taka fram úr annarri bifreið. Ökumaðurinn kenndi eymsla í hálsi og var bifreiðin fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.

Dagbók Lögreglunnar í Keflavík

Föstudagur 22. ágúst

Kl. 15:08 var tilkynnt um árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Vogavegar. Engin slys á fólki en nokkrar skemmdir á bifreiðiunum.

Á dagvaktinni voru sjö aðilar kærðir fyrir ranga lagningu bifreiða sinna, einn var kærður fyrir of hraðan akstur á Njarðarbraut og mældist hraði hans 75 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km. Einn aðili var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot og tekin voru skráningarnúmer af einni bifreið þar sem eigandi/umráðamaður hennar hafði ekki sinnt boðun lögreglu um að mæta með hana til skoðunar.

Frá klukkan 22 til 23 hafði lögregla afskipti af fjórum ökumönnum vegna umferðalagabrota. Tveir voru stöðvaðir á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Annar mældist á 113 km en hinn á 116 km. Hinir tveir voru stöðvaðir vegna stöðvunarskyldubrota.

Laugardagur 23. ágúst

Skömmu eftir miðnætti stöðvaði lögregla tvo ökumenn vegna hraðaksturs. Annar á Flugvallarvegi þar sem hann mældist á 70 km hraða en hámarkshraði þar er 50 km. Hinn ökumaðurinn mældist á 146 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km.

Nóttin var róleg en lögreglumenn, í Keflavík og Grindavík, fundu þó greinilega jarðskjálftann sem varð um klukkan tvö en upptök skjálftans voru í Krísuvík.

Kl. 10:25 var tilkynnt um rúðubrot í versluninni Koda, Hafnargötu 15. Hafði verið brotin rúða á austurhlið en ekki farið inn.

Kl. 12:35 var tilkynnt um ölvaðan mann í afgreiðslu Ökuleiða. Var manninum ekið til síns heima.

Kl. 13:15 var tilkynnt um árekstur við Hvammsdal 14, Vogum. Hafði bifreið bakkað þar á kyrrstæða kerru og urðu einhverjar skemmdir á bifreiðinni.

Kl. 15:25 var tilkynnt um þjófnað úr geymslu að Fífumóa 1c. Hafði verið stolið úr geymslunni tjaldi og mun þjófnaðurinn hafa skeð frá því í lok júlí. Geymslan var læst.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar á Grindavíkurvegi og var hraði hans 130 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km. og hinn á Njarðarbraut og mældist hraði hans 74 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km.

Fimm aðilar voru kærðir fyrir að færa ekki bifreiðar sínar til skoðunar á réttum tíma og skráningarnúmer voru tekin af þremur bifreiðum þar sek eigendur/umráðamenn höfðu ekki sinnt boðun lögreglu um að færa þær til skoðunar.

Kl. 21:10 var tilkynnt um bílveltu á Reykjanesbraut á Vogastapa. Ökumaður var einn í bifreiðinni og kenndi hann til í hálsi. Ökumaðurinn hafði misst stjórn á bifreiðinni er hann hugðist taka framúr annari bifreið. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.


Sunnudagur 24. ágúst

Kl. 03:06 var maður færður í fangaklefa en hann var mjög ölvaður. Hann hafði verið með óspektir á Sjávarperlunni í Grindavík.

Kl. 05:42 tilkynnt um hópslagsmál utan við Casino í Keflavík. Til ófriðar hafði komið milli tveggja manna. Færa þurfti annan þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Hann hafði fengið skurð við augabrún.

Á næturvaktinni var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Hringbraut í Keflavík. Mældur hraði 86 km þar sem hámarkshraði er 50 km.

Kl. 09:30 óskaði leigubifreiðastjóri aðstoðar að húsi við Faxabraut en hann hafði ekið þangað með farþega frá Reykjavík en farþeginn yfirgefið bifreiðina án þess að greiða ökugjaldið sem var rúmlega kr. 10.000.-

Kl. 09:50 er verið var að færa bátinn Guðbjörgu GK-517 í höfninni í Grindavík frá Eyjabakka að Miðgarði vildi það til að það drapst á vél bátsins og fór hún ekki í gang aftur. Rakst Guðbjörg með framenda á Þröst GK- og rak Guðbjörgu síðan upp í fjöruna norðan við Miðgarð. Var Guðbjörg síðan dregin á flot af hafnsögubátnum. Einhverjar skemmdir urðu á Guðbjörgu og Þresti við þetta.

Kl. 12:50 var tilkynnt um skemmdarverk á girðingu við Heiðarbraut 5. Höfðu tvo borð verið brotin í girðingunni.

Kl. 13:30 var tilkynnt um hund við Reykjanesbraut á Strandarheiði og kvað tilkynnandi hundinn úfinn og illa til reika. Kvaðst tilkynnandi hafa ætlað að ná hundinum en hann hafi verið mjög styggur og hlaupið í burtu er tilkynnandi stöðvaði bifreið sína. Lögr.m. fóru á staðinn en urðu ekki varir við hundinn.

17:55 Tilkynnt um að bifreið hafi verið ekið út af á Ísólfsskálavegi, ökumaðurinn, sem sé sænskur, sé ómeiddur en bifreiðin allmikið skemmd. Ökumaðurinn hafði fengið far til Grindavíkur þar sem lögreglan hitti hann. Fengin var dráttarbifreið til þess að fjarlægja bifreiðina af staðnum. Ekki er ljóst á þessu stigi um orsök óhappsins.

Kl. 18:03 var tilkynnt um eld að Hlíðarvegi 52, Njarðvík. Var búið að slökkva er lögr.m. og slökkvilið komu á staðinn en útleiðsla hafði orðið í rafmagnskapli að eldavél.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og mældist hraði þeirra 116 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024