Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

  • Hönnuðir frá Suðurnesjum sýna í anddyri Höfuðborgarstofu
    Hönnun á Eldeyjarkvöldi.
  • Hönnuðir frá Suðurnesjum sýna í anddyri Höfuðborgarstofu
    Höfuðborgarstofa.
Fimmtudagur 5. mars 2015 kl. 08:42

Hönnuðir frá Suðurnesjum sýna í anddyri Höfuðborgarstofu

Reykjanes jarðvangur og Maris, hönnunarklasi Suðurnesja, munu kynna fjölbreytta hönnun sem sprottin er upp úr kraftmiklu landslagi suður með sjó, í anddyri Höfuðborgarstofu í 13. - 26. mars.

Fatnaður, skart og textíll er meðal þess sem hönnuðir Maris ætla að kynna en sýningin opnar formlega föstudaginn 13. mars kl. 16:00.

Þeir hönnuðir sem sýna eru Rúnar frá Keflavík, Mýr design, Elísabet Ásberg, Halla Ben, Agnes, Flingur, MeMe, Ljósberinn, Magdalena Sirrý, Heklæði, Hildur Harðar, Steinunn Guðna og Fjóla.

Hönnunarklasi Suðurnesja er samstarfsverkefni hönnuða á Suðurnesjum með það að markmiði að efla samvinnu og styðja við nýsköpun.

Sýningin er studd af Markaðsstofu Reykjaness, Heklunni, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja og Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar.

Nánar um viðburðinn hér.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024