Holtaskóli sigurvegari í MORGRoF
Lið Holtaskóla og Myllubakkaskóla mættust í úrslitum MORGRoF (Mælsku- og rökræðukeppni grunnskóla Reykjanesbæjar og Fjörheima) síðastliðinn miðvikudag í Stapanum. Umræðuefni kvöldsins var ,,stelpur hafa það betra en strákar" þar sem Holtaskóli mælti á móti og Myllubakkaskóli með.
Eftir æsispennandi keppni bar Holtaskóli sigur úr býtum með aðeins 19 stigum við mikinn fögnuð klappliðsins. Heildarstig í keppninni voru 2759 en það var Njáll Skarphéðinsson úr Myllubakkaskóla sem hlaut titilinn Ræðumaður Reykjanesbæjar með 514 stig.
Sigurlið Holtaskóla var skipað Elvari Inga Ragnarssyni, Helenu Ósk Árnadóttur, Sigurrós Þorgrímsdóttur og Snorra Má Gunnarssyni.
Lið Myllubakkaskóla var skipað Njáli Skarphéðinssyni, Hrefnu Ósk Jónsdóttur, Viktori Inga Orrasyni og Ástu Maríu Jónasdóttur.
VF-mynd/ Úr Víkurfréttasafni