Holtaskóli fær andlitslyftingu
Heilmiklar framkvæmdir standa nú yfir við Holtaskóla sem fær nýja klæðningu innan tíðar.
Sem dæmi um umfang verksins má geta þess að listarnir sem nú er verið að setja utan á húsið eru um 6 kílómetrar og þyngdin á þeim nemur 8, 5 tonnum. Alls þarf að bora 2400 skrúfugot til að festa listana.
Sett verður 2mm þykkt járn utan á veggina og nemur heildarþyngd þess 55 tonnum.
Verið er að ljúka við uppsetningu listanna en von er á plötunum í næstu viku. Verður þá hafist handa við að klæða.
VF-myndir/JBÓ, [email protected]