Hólmsteinn fær tvær milljónir í viðhald
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að verja 2 milljónum króna til viðhalds á bátnum Hólmsteini GK sem er hluti af byggðasafninu sem staðsett er á Garðskaga.
Verkefnið verður fjármagnað af liðnum menningarmál. Jafnframt á að vinna unnin áætlun um frekara viðhald á bátnum sem hefur látið nokkuð á sjá síðustu misseri.