Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hólmfríður Árnadóttir vill leiða lista VG í Suðurkjördæmi
Laugardagur 28. nóvember 2020 kl. 12:03

Hólmfríður Árnadóttir vill leiða lista VG í Suðurkjördæmi

Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að leiða lista VG í Suðurkjördæmi í næstu Alþingiskosningum. Hún hefur verið virk í VG undanfarin ár og er formaður svæðisfélags Vinstri grænna á Suðurnesjum. 

„Helstu baráttumál mín eru velferð barna og fjölskyldna á öllum tímum. Ég er menntunarfræðingur og þekki málefni barna og ungmenna vel af eigin raun í gegnum fjölbreytt störf. Í gegnum störf mín í stjórnmálum tel ég skipta miklu máli að áherslur VG fái stóraukið vægi í því fjölbreytta, gjöfula umhverfi og náttúru sem Suðurlandið er.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá skiptir miklu að íbúi af fjölmennasta og fjölbreyttasta svæði kjördæmisins leiði listann með jafnrétti, jöfnuð, lýðræði, sjálfbærni, fjölmenningu og réttlæti að leiðarljósi. Hér á Suðurnesjum þurfum við að leggja ríka áherslu á að efla heilbrigðisþjónustu við íbúa. Þá þarf einnig að horfa til fjölbreyttari atvinnumöguleika og samfélags þar sem vel er stutt við fjölmenningu og menntun í öllu kjördæminu með umhverfi, mannlíf og verndun náttúrunnar efst í huga.“

Ari Trausti Guðmundsson leiddi flokkinn í Suðurkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar og náði kjöri 2016. Hann greindi frá því nýlega að hann myndi ekki bjóða sig fram á nýjan leik.