Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði
Bæjarstjórn Sandgerðis hefur staðfest samhljóða að Hólmfríður Árnadóttir verði ráðin skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði.
Hólmfríður er grunnskólakennari að mennt og með M.Ed. í menntunarfræðum. Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði menntamála. Hún starfar nú sem sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og kennir í kennaradeild háskólans.