Krónan
Krónan

Fréttir

Hollywood stjörnur í Bláa Lóninu
Föstudagur 15. ágúst 2008 kl. 08:09

Hollywood stjörnur í Bláa Lóninu

Ungar Hollywood stjörnur heimsóttu Bláa lónið 13.ágúst sl. 

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Andrea Bowen og Joy Lauren sem þekktar eru fyrir leik sinn sem dætur aðþrengdu eiginkvennanna voru á meðal stjarnanna ásamt Josh Henderson sem einnig leikur í  Aðþrengdum eiginkonum.Sænska fyrirsætan Marcus Schenckenberg var einnig á meðal stjarnanna.

Þau voru ánægð með heimsóknina til Íslands en sjónvarpsþátturinn Kastljós sýndi viðtal við hópinn sem var tekinn upp við lónið. Krakkarnir sögðu þá að heimsóknin í Bláa lónið væri toppurinn. Þau höfðu aldrei séð neitt í líkingu við staðinn og biðu spennt eftir að komast í góða slökun í  lóninu.

Leiðin lá Bergen til þátttöku í körfuboltakeppni ásamt fjölmörgum öðrum upprennandi leik- og söngstjörnum en allur ágóði keppninnar rennur til krabbameinssjúkra barna. Fyrirhugað er að halda keppnina á Íslandi á næsta ári.