Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hollvinafélag Menningasetursins að Útskálum
Miðvikudagur 20. apríl 2005 kl. 14:52

Hollvinafélag Menningasetursins að Útskálum

Í gærkvöldi var haldin fundur í Sæborgu þar sem kynntar voru hugmyndir um uppbyggingu Menningaseturs að Útskálum.Jón Hjálmarsson, form.sóknarnefndar, Dr.Gunnar Kristjánsson, prófastur Kjalarnessprófastdæmis, Sr.Björn Sv. Björnsson,sóknarprestur og Guðbjörg Jóhannsdóttir, atvinnuráðgjafi SSS gerðu fundarmönnum grein fyrir hugmyndum um uppbygginguna og hversu mikilvægt það væri fyrir samfélagið á Suðurnesjum að þetta tækist vel.

Í setrinu verður sögu og menningarhlutverki prestsetranna á Íslandi í gegnum aldirnar gerð skil. Aðstöðu fyrir fræðimenn sem eru í rannsóknartengdu framhaldsnámi og aðstöðu fyrir ráðstefnu-og námskeiðahald sem verður snar þáttur í starfsemi Menningasetursins.
Fram kom á fundinum að mikill áhugi er á að húsið að útskálum verði endurreist sem menningar - og fræðasetur. Auk sóknarnefndar kemur Sveitarfélagið Garður að uppbyggingunni ásamt Sparisjóðnum í Keflavík.

Á fundinum var tilkynnt að á fundi Sambands ísl.sparisjóða hafi verið samþykkt að veita myndarlegri upphæð úr Menningarsjóði Sparisjóðanna til Menningasetursins.

Ingimundur Þ.Guðnason,forseti bæjarstjórnar Garðs varpaði fram þeirri hugmynd hvort rétt væri að stofna Hollvinafélag Menningasetursins,sem myndi vinna að framgangi hugmyndanna um uppbygginguna. Hugmynd Ingimundar fékk góðar undirtektir og lýstu fundarmenn sig tilbúna að vinna að stofnun slíks félags. Væntanlega verður boðað til stofnfundar fljótlega.

Fram kom á fundinum að uppbygging að Útskálum hefur mikla þýðingu fyrir okkur hér í sveitarfélaginu og Suðurnesin öll.Þetta menningasetur mun verða einstakt hér á landi og mun örugglega laða til sín fjölda fólks.

Fram kemur í tilkynningunni að ef fólk tekur höndum saman og vinna að þessu markmiði munu framkvæmdir geta hafist fljótlega.

http://sv-gardur.is/

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024