Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Holl kvöld í Eldey frumkvöðlasetri
Mánudagur 16. nóvember 2015 kl. 19:58

Holl kvöld í Eldey frumkvöðlasetri

-

-heilsufyrirlestrar, heilsudrykkir, kaffiskrúbbur og önnur framleiðsla sprotafyrirtækja

Eldey frumkvöðlasetur verður á heilsunótum á opnum húsum í vetur öll fimmtudagskvöld frá 18 - 21:00. Fyrsta kvöldið verður n.k. fimmtudag þar sem boðið verður upp á lifandi tónlist, fyrirlestur um heilsu, heilsudrykki í boði hússin og léttar veitingar.

Geosilica býður gestum að smakka heilsukísil  og Skinboss kynnir nýja kaffiskrúbbinn sinn.

Ýmsir framleiðendur á Suðurnesjum koma og kynna vörur sínar, meðal annars Eva Hrund með skartgripi og Kristjana með herraslaufur. 

Allir eru velkomnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024