Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Höfuðstöðvar HS orku verða í Svartsengi
Miðvikudagur 24. ágúst 2016 kl. 17:34

Höfuðstöðvar HS orku verða í Svartsengi

HS Orka mun flytja höfuðstöðvar sínar frá Reykjanesbæ í Svartsengi í lok árs. Fyrirtækið hefur rekið orkuver í Svartsengi í rúm 40 ár en höfuðstöðvarnar hafa hingað til verið á Brekkustíg í Reykjanesbæ. Hjá fyrirtækinu starfa tæplega 60 manns og hefur starfstöðvum verið skipt á milli Svartsengis og Brekkustígs auk þess sem nokkrir starfsmenn starfa við orkuverið á Reykjanesi. Með flutningi höfuðstöðvanna munu allir starfsmenn fyrirtækisins verða staðsettir á sama stað.

 

Public deli
Public deli