HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Höfnin selur Stafnes KE 130 á tvær milljónir
Stafnes KE hefur leikið í Hollywood-mynd. Hér er það illa til fara í kvikmyndahlutverki í Garðsjó.
Mánudagur 9. apríl 2018 kl. 08:00

Höfnin selur Stafnes KE 130 á tvær milljónir

- Skipið með kvikmyndareynslu úr Hollywood

Reykjaneshöfn eignaðist mb. Stafnesið KE 130 á uppboði í lok síðasta árs. Skipið hefur verið auglýst nokkrum sinnum til sölu frá áramótum þar sem óskað hefur verið eftir tilboðum í kaup á skipinu.
 
Fyrir liggur tilboð í skipið frá PSP ehf. upp á kr. 2.000.000.-. Lagt var til á síðasta fundi stjórnar Reykjaneshafnar að fyrirliggjandi tilboði yrði tekið og hafnarstjóra falið að ganga frá málinu. Málið var samþykkt samhljóða.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025