Höfnin selur Stafnes KE 130 á tvær milljónir
- Skipið með kvikmyndareynslu úr Hollywood
Reykjaneshöfn eignaðist mb. Stafnesið KE 130 á uppboði í lok síðasta árs. Skipið hefur verið auglýst nokkrum sinnum til sölu frá áramótum þar sem óskað hefur verið eftir tilboðum í kaup á skipinu.
Fyrir liggur tilboð í skipið frá PSP ehf. upp á kr. 2.000.000.-. Lagt var til á síðasta fundi stjórnar Reykjaneshafnar að fyrirliggjandi tilboði yrði tekið og hafnarstjóra falið að ganga frá málinu. Málið var samþykkt samhljóða.