Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Höfðu skotið á loft tveimur neyðarsólum
Mánudagur 15. september 2003 kl. 17:46

Höfðu skotið á loft tveimur neyðarsólum

Sigurður Haraldsson, skipsstjóri á Svölu Dís KE sagði mennina tvo sem hann bjargaði úr gúmmíbáti norður af Garðskaga hafa verið vel á sig komna. Þeir voru báðir í flotbúningum og voru ekki blautir né kaldir. Reykjavíkurradíó gerði Sigurði viðvart um sjóslysið en hann var sá bátur sem var næstur slysstað eða um eina og hálfa sjómílu. Sigurður sagðist fyrsta hafa komið að Lukku Láka og þá marraði hann í kafi. Flugvél flugmálastjórnar var síðan í sambandi við Sigurð og vísaði honum á björgunarbátinn.

Vel gekk að bjarga mönnunum úr björgunarbátnum og um borð í Svölu Dís. Samkvæmt því sem skipsbrotsmenn sögðu við Sigurð Haraldsson, höfðu þeir skotið upp tveimur rauðum neyðarsólum, en enginn hafi orðið þeirra var, enda mjög bjart í veðri og aðstæður fyrir neyðarsólir ekki góðar. Eftir að mönnunum hafði verið bjargað var björgunarbáturinn tekinnn um borð og siglt aftur að Lukku Láka. Reynt var að taka hann í tog, en þá sökk hann fljótlega. Skipsbrotsmenn sögðu Sigurði að þeir hafi verið að draga net og fundist báturinn hegða sér einkennilega. Þeir hafi því farið niður í lúkar og vélarrúm og séð að þar var allt orðið fullt af sjó. Því hafi ekki verið um neitt annað að ræða en að koma sér í björgunarbúninga og yfirgefa bátinn. Að sögn Sigurðar var mjög gott veður á slysstað. Lögreglan í Keflavík fer með rannsókn slyssins og hefur þegar tekið frumskýrslu af sjómönnunum.

Myndin: Sigurður Haraldsson við björgunarbátinn en Sigurður bjargaði tveimur mönnum sem voru í þessum báti út af Garðskaga eftir hádegið í dag: VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024