Hnúfubakur á stökki innan um golfara
Hnúfubakur sást á stökki rétt fyrir utan Leiruna um helgina þegar Meistaramót GS í golfi fór fram. Ljósmyndara Víkurfrétta tókst að fanga hvalinn á mynd þar sem hann var um 100 metra frá ströndinni. Birna Rúnarsdóttir, starfsmaður hjá hvalaskoðunarbátnum Moby Dick, sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri alls ekki óvenjulegt að hvalir létu sjá sig svo nálægt landi. "Ég átti leið út í Garð um helgina og þá sá ég hnúfubak stökkva rétt fyrir utan ströndina við Útskálakirkju. Þetta hefur mjög líklega verið sami hvalurinn og sást í Leirunni. Það er ekki óalgengt að þeir ferðist meðfram ströndinni í leit að fæði". Birna sagði að nú væri tíminn sem mest sæist til hvala í ferðum Moby Dick. "Það er mikið líf í sjónum núna. Það hefur sést til höfrunga og hrefna í hverri ferð, allt upp í 7-8 stykki", sagði Birna.
Þess má geta að hvalaskoðunarferði Moby Dick eru farnar á hverjum degi, ein kl. 10.00 og ein kl. 13.30.
Þess má geta að hvalaskoðunarferði Moby Dick eru farnar á hverjum degi, ein kl. 10.00 og ein kl. 13.30.