Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hnúfubakshræið komið aftur á Garðskaga
Miðvikudagur 26. mars 2008 kl. 10:27

Hnúfubakshræið komið aftur á Garðskaga

Hræ af stóreflis hnúfubakstarfi hefur aftur rekið á land á Garðskaga. Um er að ræða sama hræ og rak á fjörurnar á Garðskaga í byrjun febrúar. Hræið hvarf um tíma en er komið aftur í leitirnar og nú mun nær Garðskagavita en áður. Þá er hræið einnig lengra upp í fjörunni. Til að bæta gráu ofan á svart, er hræið nú orðið mjög kæst og fáum til gleði, í sjón eða lykt.

Hvað verður um hræið er ómögulegt að segja. Hugmyndir um að urða það eða brenna á báli hafa komið fram. Til lítils er að draga það á haf út og senda vandamálið í annað sveitarfélag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Dýrið á Garðskaga er rúmir 10 metrar á lengd hið minnsta. Hnúfubakar hér við land eru jafnan um 12,5 til 13 metrar á lengd fullvaxnir, kýrnar þó nokkuð þyngri, og geta náð allt að 95 ára aldri.