Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hnúfubakar við Grindavík
Þriðjudagur 23. febrúar 2010 kl. 12:50

Hnúfubakar við Grindavík


Undanfarna daga hefur hvalaskoðunarfyrirtækið Elding verið með bátinn sinn Hafsúluna í Grindavík þar sem veðurfar hefur verið hagstæðara hér en í Faxaflóa. Hafsúlan fór þrjár ferðir um helgina og var nánast fullt í þær allar. Draumur allra útlendinga sem hingað koma er að sjá hnúfubak og þeir sem voru með Hafsúlunni voru svo heppnir að sjá tvo slíka á laugardaginn.

Á heimasíðu Eldingar segir: ,,Heppnin virðist vera með okkur þessa helgina en við vorum að fá hringingu frá skipstjóranum um borð sem sagði okkur að tveir flottir hnúfubakar eru rétt fyrir utan Grindavík. Ákveðið var að sigla aftur frá Grindavík í dag þar sem skipið Hafsúlan var fært þangað í gær vegna veðurs. Farþegar urðu ekki fyrir vonbrigðum því að glæsilegur hópur háhyrninga sást vel í þeirri ferð. Í dag var veðrið mun betra og fljólega eftir að lagt var af stað frá Grindarvíkurhöfn sáust tveir hnúfubakar. Þeir voru afar rólegir og komu nálægt skipinu þannig að allir gátu skoðað þá vel en hnúfubakarnir eru vinsælustu hvalirnir í ferðum Eldingar og eru yfirleitt stærsta tegundin sem sést á þessum slóðum."

Af www.grindavik.is
--

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Hnúfubakur í ætisleit.