Hnífur á lofti í Keflavík- þrír handteknir
Þrír voru handteknir eftir líkamsárásarmál í Keflavík í gærkvöldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir að hnífur hafi verið notaður í árásinni sem átti sér stað í húsi við Hafnargötu 26 í Keflavík. Á mynd sem VF fékk má sjá sjö lögreglumenn handtaka þrjá einstaklinga. Einn var fluttur á heilsugæslu.
Lögreglan hefur ekki gefið meiri upplýsingar um atvik, verið sé að rannsaka málið.
Sjónarvottar að atvikinu höfðu á orði að aðkoman hefði verið eins og í bíómynd eins og sjá má á ljósmyndinni.