RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Hnefaleikafélagið harmar árásina í Sandgerði
Mánudagur 2. mars 2009 kl. 15:05

Hnefaleikafélagið harmar árásina í Sandgerði


Hnefaleikafélag Reykjaness hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem árásin í Sandgerði er hörmuð en annar árásarmannanna hefur æft með félaginu og unnið til viðurkenninga innan þess.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

„Hnefaleikafélag Reykjaness harmar það atvik sem átti sér stað þegar einn meðlimur félagsins varð uppvís að því að lenda í áflogum.

Umræddur meðlimur hefur verið fram til þessa virkur meðlimur og góður félagi í HFR, því hörmum við þetta mjög, en vonum eindregið að svo verði áfram.

Okkar afstaða er skýr til brota af þessu tagi.  Við samþykjum ekki svona hegðun og lítur hnefaleikafélagið brot af þessu tagi mjög alvarlegum augum.

Hnefaleikafélagið mun vinna úr þessu máli í nánu sambandi við umræddan meðlim og foreldra hans.

Fyrir hönd stjórnar Hnefaleikafélags Reykjaness.

Guðjón Vilhelm.”

----

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25



Tengd frétt:
Alvarleg líkamsárás á skólalóð

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025