Hlýtt áfram
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Austan 5-13 og bjartviðri, hvassast syðst. Þykknar upp í dag og lítilsháttar væta af og til. Lægir á morgun og úrkomulítið. Hiti 12 til 17 stig að deginum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austan 5-10 m/s. Skýjað með köflum, en þykknar upp í dag og dálítil rigning öðru hverju. Heldur hægari á morgun og úrkomulítið. Hiti 12 til 17 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Suðaustanátt, 8-15 m/s, hvassast við suðurströndina og á annesjum norðantil, en lægir sunnanlands síðdegis. Talsverð rigning suðaustanlands, en annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast vestan- og norðanlands.
Á föstudag:
Fremur hæg suðlæg átt og rigning eða skúrir, en skýjað með köflum og þurrt að mestu á Norðurlandi. Hiti 10 til 15 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Suðvestanátt með skúrum, en dálítilli rigningu með köflum á Norðausturlandi. Heldur kólnandi.
Á mánudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og skúrir í flestum landshlutum. Svalt í veðri.
Á þriðjudag:
Vestlæg átt, úrkoma víða norðan og vestanlands, en þurrt að mestu suðaustantil. Áfram svalt í veðri.