Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlýnar í dag
Laugardagur 20. nóvember 2004 kl. 09:57

Hlýnar í dag

Klukkan 6 var hæg breytileg átt, en austlæg átt, 5-13 m/s suðvestantil. Léttskýjað á Suður- og Suðausturlandi og einnig norðantil, skýjað með köflum á Austurlandi, en skýjað og þurrt suðvestanlands. Kaldast var 21 stiga frost við Mývatn, en hlýjast 1 stigs hiti í Vestmannaeyjum og á Skrauthólum.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Fremur hæg breytileg átt, en vaxandi austanátt suðvestantil. Víða léttskýjað, en skýjað og sums staðar él suðvestanlands í dag. Austan 10-18 m/s undir kvöld og snjókoma eða slydda, en norðaustlægari á morgun. Mun hægari vindur og bjartviðri norðan- og austantil, en ofankoma austanlands á morgun. Dregur heldur úr frosti og víða frostlaust við suður og suðvesturströndina í kvöld, en frost 0 til 10 stig á Norðaustur- og Austurlandi á morgun, kaldast til landsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024