Hlýnar á morgun
Klukkan 6 var norðlæg átt, víða 5-13 m/s, en 15-23 við suður- og austurströndina. Snjókoma, él og skafrenningur á Norður- og Norðausturlandi, en bjartviðri að mestu sunnan- og vestanlands. Frost var 1 til 10 stig, kaldast á Hellu.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hægviðri, léttskýjað og frost 2 til 10 stig. Sunnan 3-8 í kvöld og þykknar upp. Sunnan 8-13 og slydda eða rigning með morgninum, en hvassari og talsverð rigning síðdegis á morgun. Hlýnar og hiti 3 til 8 stig undir kvöld.
---------- Veðrið 19.03.2007 kl.06 ----------
Reykjavík Léttskýjað
Stykkishólmur Léttskýjað
Bolungarvík Léttskýjað
Akureyri Snjókoma
Egilsst.flugv. Snjókoma
Kirkjubæjarkl. Léttskýjað
Stórhöfði Léttskýjað
------------------------------------------------
Yfirlit
Yfir suður Skandinavíu er víðáttumikil 957 mb lægð sem hreyfist A. Yfir Grænlandi er 1040 mb hæð. Á sunnanverðu Grænlandshafi myndast vaxandi lægð í kvöld og fer hún í NA-átt á morgun.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðvestan 8-15 og él norðaustan -og austanlands fram eftir degi, en annars mun hægari vindur og bjartviðri. Frost 2 til 10 stig. Hægt vaxandi suðlæg átt vestast í kvöld og þykknar upp. Sunnan 5-13 með slyddu eða snjókomu vestantil í fyrramálið, en 10-15 og talsverð rigning suðvestan- og vestanlands síðdegis á morgun. Hægt vaxandi suðlæg átt austanlands og þykknar smám saman upp á morgun. Hlýnar og hiti víða 2 til 8 stig undir kvöld.
VF-mynd/elg