Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlýnandi veður með vætu
Miðvikudagur 1. apríl 2009 kl. 08:15

Hlýnandi veður með vætu


Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir minnkandi austlægri átt og rigningu eða súld með köflum, austan og suðaustan 5-10 m/s fyrir hádegi. Hæg suðlæg átt í kvöld og úrkomulítið, en austan 8-13 á morgun, skýjað að mestu og rigning upp úr hádegi. Hiti 3 til 9 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag og föstudag:

Austan- og norðaustanátt, víða 10-15 m/s og rigning sunnantil á landinu, en dálítil slydda fyrir norðan. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast SV-lands.

Á laugardag:

Breytileg átt og víða dálítil úrkoma. Heldur kólnandi.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Norðanátt og snjókoma á norðanverðu landinu, en úrkomulítið syðra. Fremur kalt.
---

VFmynd/elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024