Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlýnandi í vikulokin
Mánudagur 9. febrúar 2009 kl. 08:39

Hlýnandi í vikulokin



Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir austan og norðaustan 5-10 m/s og skýjuðu með köflum. Heldur hægari með kvöldinu og stöku él við ströndina. Frost 0 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Fremur hæg norðlæg átt og yfirleitt léttskýjað, en dálítil él við norður- og austurströndina. Frost 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum.

Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt og yfirleitt léttskýjað, en stöku él úti við austurströndina. Talsvert frost.

Á fimmtudag:
Suðaustanstrekkingur með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands, en annars mun hægari og bjartviðri. Dregur úr frosti.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:

Útlit fyrir suðaustlæga átt með rigningu eða slyddu, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hlýnandi veður.

----

VFmynd/elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024