Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlýjast norðan og austan til í dag
Þriðjudagur 1. febrúar 2005 kl. 09:19

Hlýjast norðan og austan til í dag

Í morgun kl. 06:00 var suðvestlæg átt, 13-18 m/s á norðvestanverðu landinu, en annars mun hægari. Dálítil súld var suðvestanlands, en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti var 3 til 10 stig, hlýjast á Hornbjargsvita og í Seley.

Vestur af Írlandi er víðáttumikil 1046 mb hæð, en 800 km suður af Hvarfi er vaxandi 992ja mb lægð sem hreyfist norður.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðvestanátt, víða 13-18 m/s, en heldur hægari sunnan og austan til. Súld með köflum suðvestanlands, en annars víða bjart. Gengur í sunnan 13-18 með rigningu sunnan- og vestanlands í kvöld. Suðvestan 15-20 og skúrir eða él á morgun, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti yfirleitt 4 til 11 stig í dag, hlýjast norðan og austan til. Kólnar á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024