Hlýjast með suðurströndinni
Gert er ráð fyrir suðvestanátt, víða 5-8 m/s, heldur hvassari í skúrum eða éljum sunnan- og vestanlands, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Bætir heldur í vind á morgun, sunnan og suðvestan 8-15 m/s og éljagangur síðdegis en heldur hægari og skýjað með köflum um landið norðaustanvert. Hiti víða 0 til 5 stig í dag, en síðan heldur kólnandi. Frost 0 til 6 stig síðdegis á morgun, en yfirleitt frostlaust við suðurströndina.