Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlýjast á Norðausturlandi
Föstudagur 23. júlí 2004 kl. 09:16

Hlýjast á Norðausturlandi

Kl. 6 var austlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað að mestu og dálítil væta á stöku stað, en víða léttskýjað norðaustantil. Hiti 7 til 13 stig.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Dálítil rigning eða súld á víð og dreif, en yfirleitt léttskýjað norðaustanlands og hætt við skúrum síðdegis. Fremur hæg norðvestlæg átt vestantil og léttir heldur til í kvöld og nótt. Norðvestan 3-8 m/s og víða bjartviðri á morgun, en skýjað að mestu og sums staðar dálítil súld á annesjum norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig að deginum, hlýjast á Norðausturlandi í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024