Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlýjast á Garðskaga í morgun
Mánudagur 19. september 2005 kl. 08:34

Hlýjast á Garðskaga í morgun

Í morgun kl. 06 var norðaustlæg átt, yfirleitt 5-10 m/s. Víða súld eða rigning norðanlands en annars bjartviðri. Kaldast var 4ja stiga frost á Kálfhóli á Skeiðum en hlýjast 8 stiga hiti á Garðskagavita.

Yfirlit: Um 250 km A af Dalatanga er vaxandi 984 mb lægð sem fer NA. Um 200 km SA af Hvarfi er 1002 mb smálægð sem fer A. Smálægðardrag myndast vestur af landinu í dag og þokast það einnig í A.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Norðan og norðvestan 5-10 en heldur hvassari á annesjum norðaustantil í fyrstu. Víða bjartviðri á Suður- og Suðausturlandi en annars skúrir eða dálítil rigning og sums staðar slydda norðanlands. Fremur hæg breytileg átt á morgun og skúrir eða slydduél í flestum landshlutum. Hiti 1 til 9 stig á láglendi, kaldast norðantil en allvíða næturfrost inn til landsins.


Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðvestan 3-8 m/s og skýjað með köflum en dálítil væta um tíma í kvöld. Hiti 4 til 9 stig, en 0 til 5 í nótt.

Kortið: Út veðurfréttum Sjónvarps frá því í gær og gildir fyrir kl. 18 í dag

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024