Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 29. janúar 2003 kl. 08:18

Hlýjast á Garðskaga í morgun

Í morgun kl. 06 var norðan og norðaustan 5-10 m/s norðan- og austantil og dálítil él, en annars norðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skýjað að mestu. Hlýjast 4 stiga hiti í Vestmannaeyjum og á Garðskagavita, en kaldast 8 stiga frost við Mývatn. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Norðlæg átt, víða 5-10 m/s og dálítil él norðan- og austanlands, en léttir til suðvestan- og vestanlands. Kólnandi veður og frost 1 til 12 stig síðdegis, kaldast í innsveitum norðaustanlands. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt á morgun, 13-18 m/s og slydda eða rigning sunnan- og vestanlands upp úr hádegi, en dálítil snjókoma norðaustanlands síðdegis. Hlýnandi veður og hiti 2 til 8 stig síðdegis, en vægt frost norðaustanlands.

Veðurhorfur á Faxaflóasvæðinu næsta sólarhring: Norðvestlæg átt 5-10 m/s og stöku él, en hægari inn til landsins og skýjað með köflum. Norðlæg átt 3-8 m/s síðdegis og léttskýjað. Frost 0 til 5 stig, en hiti við frostmark við ströndina. Kólnar í nótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024