Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlutlaus aðili frá HÍ fór yfir loftdreifilíkön
Laugardagur 3. desember 2016 kl. 06:15

Hlutlaus aðili frá HÍ fór yfir loftdreifilíkön

Óháður aðili frá Háskóla Íslands fór yfir mengunarspár eða loftdreifilíkön bæði frá kísilveri United Silicon og Thorsil og mat þau gild. Þetta kom fram í máli Sigríðar Kristjánsdóttur, teymisstjóra hjá eftirlitsteymi Umhverfisstofunar í viðtali hjá Sjónvarpi Víkurfrétta.

Í umsóknarferli sínu skilaði United Silicon inn mengunarspá sem sagt var að unnin væri af COWI, alþjóðlegu dönsku fyrirtæki. Síðar bárust þær upplýsingar frá COWI að það kannaðist ekki við að hafa unnið spánna og óskaði eftir því að nafn þess yrði afmáð úr skýrslum. Það hefur því verið óljóst hver vann líkanið. Að sögn Sigríðar ber fyrirtækið sjálft, United Silicon, ábyrgð á mengunarspánni og þeim gögnum sem það leggur fram. Ekki séu ákvæði um að vottaður aðili vinni mengunarspánna. „Fyrirtækið þarf að gefa sér ákveðnar forsendur um losun á mengandi efnum og leggja það fram í matsferlinu við mat á umhverfisáhrifum. Umhverfisstofnun gerði athugasemdir við líkanið í ferlinu og taldi að fyrirtækið hafði vanmetið losun á brennisteini. Spáin var þá uppfærð með tilliti til athugasemdanna,“ segir Sigríður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í áætlun um umhverfisvöktun á kísilverunum tveimur í Helguvík eru ákvæði um að mengunarspáin verði endurreiknuð. Verið er að safna veðurgögnum sem veita betri upplýsingar um veður á svæðinu. Þær upplýsingar verða notaðar fyrir nýja spá sem unnin verður eftir eitt ár og verður sú spá nákvæmari en fyrri spá.

[email protected]