Hlutkesti um lóðir við Trönudal
Tveir aðilar, HUG-verktakar og P. Bateman ehf., sóttu um lóðir við Trönudal 1 til 15 í Reykjanesbæ. Í fundargerð fundar Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar frá 10. janúar síðastliðnum segir að sviðsstjóra sé falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi nefndarinnar. Báðir aðilar sóttu um að byggja keðjuhús á tveimur hæðum við Trönudal.