Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hluti sorpgösunarkerfis fluttur til Skotlands
Föstudagur 16. maí 2008 kl. 11:25

Hluti sorpgösunarkerfis fluttur til Skotlands

Evrópsk Umhverfistækni ehf. í Reykjanesbæ skipaði, s.l. miðvikudag, út fyrsta hluta sorpgösunarkerfis sem flutt verður til Skotlands. Undirritaðir voru samningar um verkefnið s.l. sumar. Kaupandinn er Ascot Environmental Ltd. í Bretlandi. Um er að ræða búnað sem mun endurvinna orku úr iðnaðar- og spilliefnasorpi. Afköst kerfisins eru 120 tonn af sorpi á dag. Fyrirtækið mun setja búnaðin upp í Skotlandi og skila honum tilbúnum til notkunnar síðar á árinu. Frekara samstarf er fyrirhugað milli fyrirtækjanna um fleiri verkefni í Bretlandi. Verðmæti samningsins er um 4,7 miljónir evra og þarf um 25 starfsmenn til að vinna verkefnið á um 15 mánuðum. Glitnir annast brúarfjármögnun á verktímanum.

Fyrirtækið smíðaði og setti upp hliðstætt gösunarkerfi í endurvinnslustöð Sorpsamlags Þingeyinga ehf. á Húsavík. Helstu kostir þessarar tækni er að sorpið þarf nánast ekkert að forvinna og mjög lítið vinnuafl þarf við reksturinn samanborið við aðra sorpeyðingartækni. Í gösunarkerfinu á Húsavík er eytt um 20 tonnum af sorpi á dag. Sorpið þar er af mörgum mismunandi efnisflokkum m.a, hjólbarðar, landbúnaðarplast, auk úrgangs frá slátrun og kjötvinnslu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í búnaðinum er sorpinu brennt við súrefnissvelti í gösunarrýmum en við það myndast metangas, kolmónoxíð og fleiri gastegundir sem síðan eru brenndar í eftirbrennslurými. Varmaorkan frá kerfinu eru nýtt til raforkuframleiðslu. Útblástur frá stöðvunum er hreinsaður með þurrhreinsibúnaði sem fyrirtækið smíðar einnig. Búnaðurinn uppfyllir allar útblásturs- og umhverfiskröfur samkvæmt reglugerðum evrópusambandsins.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Friðfinnur Einarsson hefur þróað tæknina hérlendis og fengið einkaleyfi á stýrikerfi búnaðarins. Upprunaleg hugmynd kerfisins má rekja til EnerWaste International Corporation í Bandaríkjunum. Evrópsk Umhverfistækni ehf er í (50/50) eigu Íslenskrar Umhverfistækni ehf., og EnerWaste International Corporation.