Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hluti kröfuhafa hafnaði skuldaniðurfellingu
Fimmtudagur 14. apríl 2016 kl. 11:30

Hluti kröfuhafa hafnaði skuldaniðurfellingu

Minnihluti kröfuhafa Reykjanesbæjar samþykkti ekki niðurfellingu skulda á grundvelli samkomulags um fjárhagslega endurskipulagningu sveitarfélagsins. Frá þessu segir í tilkynningu sveitarfélagsins til Kauphallar Íslands.


Áður höfðu bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar greint frá því að næðist ekki samkomulag við kröfuhafa fyrir 15. apríl, það er fyrir morgundaginn, yrði óskað eftir því að sveitarfélaginu væri skipuð fjárhaldsstjórn. Fundur bæjarráðs stendur nú yfir og er frekari fregna að vænta síðar í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má sjá tilkynningu Reykjanesbæjar til Kauphallar Íslands: