Hlutfallslega fjölgar mest á Suðurnesjum
Íbúum Suðurnesja hefur fjölgað um 1.471 frá því í desember á síðasta ári. Mest hefur fjölgunin orðið í Vogum þar sem búa 1504 samkvæmt nýútgefnum tölum þjóðskrár Íslands.
Fjölgun hefur orðið í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum og er hún frá 1,7% í Suðurnesjabæ upp í 7,9% í Vogum. Nánari upplýsingar um mannfjölda á Suðurnesjum má sjá í töflunni hér að neðan.