Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hlutfall útlendinga í Reykjanesbæ 26%
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 23. janúar 2020 kl. 07:03

Hlutfall útlendinga í Reykjanesbæ 26%

Helmingi hærra en landsmeðaltal. 20% í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum

Hlutfall erlendra ríkisborgara í Reykjanesbæ var 26% 1. desember síðastliðinn. Þá voru 4.959 útlendingar búsettir í bæjarfélaginu en 14.464 Íslendingar.

Hlutfallið er aðeins lægra í hinum sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Í Grindavík búa 641 eða 18%, í Vogum eru 254 eða 19% og í Suðurnesjabæ eru 715 útlendingar í bæjarfélaginu eða 20%. Meðaltalið á Suðurnesjum er því 24%. Fjórði hver íbúi er af erlendum uppruna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reykjanesbær er í 3. sæti yfir landið hvað varðar fjölda útlendinga. Hæst er hlutfallið í Mýrdalshreppi. Þar búa hér um bil jafn margir útlendingar eða 319 á móti 398 heimamönnum. Hlutfallið þar er 44%. Hlutfallið er víða hátt á Suðurlandi, t.d. 28% í Bláskógabyggð, 24% í Hrunamannahreppi og 22% á Hornafirði. Alls staðar tengist þetta atvinnu en á Súðavík er hlutfallið 28% eða þriðjungur. Alls eru 30.688 útlendingar búsettir á Íslandi eða 13%. Hlutfallið í Reykjanesbæ er því tvöfalt hærra en meðaltalið á landinu.