Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlutfall réttindakennara í grunnskólum heldur áfram að aukast
Miðvikudagur 12. október 2005 kl. 04:24

Hlutfall réttindakennara í grunnskólum heldur áfram að aukast

Grunnskólakennarar í grunnskólum Reykjanesbæjar eru í vetur 80% og er hlutfall þeirra sífellt að aukast.

Grunnskólanemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar veturinn 2005 - 6 eru 1786 talsins og hefur þeim fjölgað sem nemur 61 barni frá síðasta ári.

Skráðir nemendur í Frístundaskóla Reykjanesbæjar eru í dag 177.

Vefur Reykjanesbæjar greinir frá þessu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024