Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 7. nóvember 2002 kl. 15:02

Hlutfall leiðbeinenda í grunnskólum hæst í Reykjanesbæ

Hlutfall leiðbeinenda við kennslu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum skólaárið 2002-2003 er hæst í Reykjanesbæ, þar sem það er 33%. Þetta sést á yfirliti sem Sveinbjörn Markús Njálsson, skólastjóri Álftanesskóla vann að beiðni skólanefndar Bessastaðahrepps. Í yfirlitinu er miðað við alla kennara og leiðbeinendur sem eru í minnst 30% starfi.Lægst er hlutfallið í Garðabæ, en þar er hlutfall leiðbeinenda 5%. Hlutfallið er 7% í Hafnarfirði, 10% í Kópavogi og Reykjavík. Í Grindavík er hlutfallið 14,5%, 15% á Seltjarnarnesi og 23% í Mosfellsbæ og Bessastaðahreppi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024