Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 6. apríl 2000 kl. 16:30

Hlutafélag til styrktar Keflavíkurknattspyrnu

Undirbúningur er hafinn að stofnun hlutafélags til styrktar knattspyrnunnar í Keflavík. Þetta nýja hlutafélag mun verða nokkurs konar bakhjarl úralsdeildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu en verða algerlega aðskilið frá rekstri deildarinnar. Rúnar Arnarsson, formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur sagði að talsverð vinna hefði farið fram á bak við tjöldin. „Þetta er nauðsynlegt að gera þetta. Það er ekki lengur hægt að reka knattspyrnufélag í efstu deild með einhverjum ungmennafélagsanda lengur. Við vonumst til að þetta geti gengið þokkalega hratt fyrir sig og taki til starfa í vor eða sumar“. Netútgáfa VF hefur öruggar heimildir fyrir því að leitað hafi verið til fjársterkra aðila og sterkra fyrirtækja og stofnana á Suðurnesjum svo þetta megi verða að veruleika. „Við stefnum að því að stofna hlutafélag sem mun styrkja knattspyrnufélagið til góðra verka“, sagði þekktur aðili í atvinnulífinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024