Hljóp 3 kílómetra yfir hraun og móa eftir bílveltu
Ökumaður sem velti bíl sínum á Reykjanesbraut á Strandarheiði undir kvöld á þriðjudag er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Maðurinn tók til fótanna eftir að hann velti bílnum og hafði hlaupið um þrjá kílómetra yfir móa og hraun þegar lögreglan náði honum.
Tilkynnt var um bílveltuna á sjöunda tímanum og voru tveir lögreglubílar og sjúkrabíll sendur á vettvang. Vitni sáu hins vegar undir iljarnar á bílstjóranum út í móa en hann náðist nærri golfvellinum á Vatnsleysuströnd.