Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hljómahöllin kláruð á árinu
Þriðjudagur 23. apríl 2013 kl. 10:37

Hljómahöllin kláruð á árinu

Kostnaðurinn um 350 milljónir króna. Tónlistarskólinn flytur í haust.

Áætlaður kostnaður  til að ljúka framkvæmdum við Hljómahöllina nemur 353 milljónum króna og er stefnt að því að klára þær að mestu næsta haust og öllum frágangi fyrir árslok.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri greindi frá þessu á fundi bæjarráðs sl. fimmtudag.
Til að fjármagna framkvæmdirnar verður núverandi húsnæði Tónlistarskóla Reykjanebæjar selt en gert er ráð fyrir því að starfsemi skólans flytji í Hljómahöllina/Stapann. Þá verði notað fé vegna uppgjörs við Eignarhaldsfélagið Fasteign en það er endurgreiðsla á leigu. Þá komi 163 milljónir úr bæjarsjóði. Áætluð verklok er haustið 2013 og annar frágangur í lok árs 2013.

Að sögn Árna Sigfússonar er því ekki þörf á lántöku vegna framkvæmdanna en mikilvægt sé að koma húsinu í fulla notkun, m.a. fyrir tónlistarskólann og Poppminjasafn Íslands.

Framkvæmdir hófust við Hljómahöllina í upphafi árs 2008 en verklok hafa tafist eftir bankahrun og verið með hléum. Nú skal sem sagt klára verkið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá skóflustungunni í janúar 2008, Ragnheiður Skúladóttir frá Tónlistarskólanum, Böðvar Jónsson úr Bæjarstjórn Reykjanesbæjar og Rúnar heitinn Júlíusson en Poppminjasafn Íslands verður í Hljómahöllinni.