Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hljómahöll opnar um helgina
Úr Rokksafni Íslands í Hljómahöll. Sigtryggur Baldursson við trommusettið í forgrunni.
Miðvikudagur 2. apríl 2014 kl. 12:02

Hljómahöll opnar um helgina

Opið hús á sunnudag og fjöldi tónlistarviðburða.

Hljómahöll í Reykjanesbæ formlega opnuð á laugardag. Á sunnudag verður opið hús fyrir bæjarbúa í tilefni opnunarinnar frá kl. 14:00 - 19:00 og verða fjölmargir tónlistarviðburðir í höllinni.

Hátíðin hefst með því að Forskóli Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, ásamt lúðrasveit skólans, spila kl. 14:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einnig koma fram hljómsveitin Eldar, Kvennakór Suðurnesja, Karlakór Keflavíkur, Eldey - kór eldri borgara og Harmonikkufélag Suðurnesja. Auk þess verður röð kennaratónleika á vegum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.   

Í tilkynningu frá Hljómahöll kemur fram að hlutverk hennar sé að vera mikilvægur vettvangur fjölskrúðugs mannlífs, ráðstefnuhalds, funda og menningarviðburða í Reykjanesbæ. Hið sögufræga félagsheimili Stapi sé hluti af Hljómahöll og þjóni áfram sínu hlutverki eins og áður. Auk þess sé nýtt Rokksafn Íslands hluti af Hljómahöll en því sé ætlað að verða aðdráttarafl fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem vilji kynnast og upplifa popp- og rokksögu Íslands. Í húsi Hljómahallar hefur Tónlistarskóli Reykjanesbæjar einnig fengið nýtt og glæsilegt kennsluhúsnæði. Með tilkomu Hljómahallar sé lagður grunnur að auknum atvinnutækifærum í skapandi greinum á Reykjanesi.