Hljóðupptaka: Vel sóttur fundur með félagsmálaráðherra
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, svaraði fjölmörgum spurningum á vel sóttum fundi í Virkjun á Ásbrú í dag.
Fundurinn er haldinn á vegum sjálfboðaliða í Virkjun í Reykjanesbæ og frá Deiglunni í Hafnarfirði. Fundurinn var opinn öllum þeim sem hafa áhuga á atvinnuástandinu í dag og aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að mæta atvinnuleysinu á landinu.
Meðfylgjandi er hljóðupptaka frá fundinum með ávarpi félagsmálaráðherra.
Frekari samantekt frá fundinum er væntanleg síðar.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson